Skýringar
Götukort
Mat á umhverfisáhrifum er lögbundið ferli þar sem metin eru á kerfisbundinn hátt áhrif sem framkvæmd getur hugsanlega haft á umhverfið. Allir geta sent inn athugasemdir þegar matsáætlun og umhverfismatsskýrsla fara í formlegt kynningarferli.
Skipulagsstofnun heldur utan um kynningarferli matsins og skulu allar athugasemdir, sem varða umhverfismat framkvæmdarinnar, berast til stofnunarinnar. Nú stendur yfir kynning á umhverfismatsskýrslu, sjá nánar: Skipulagsstofnun, Íþróttasvæði Hauka að Ásvöllum
Hér má hins vegar senda ábendingar til Hafnarfjarðarbæjar t.a.m. varðandi gagnaöflun eða framsetningu efnis.